Gerast fjölmiðlasamstarfsaðili


Opinberir samstarfsaðilar herferðarinnar mynda samstarfsnet leiðandi opinberra og einkarekinna samtaka og fyrirtækja sem stuðla að og hvetja aðra til að stjórna öruggu og heilbrigðu vinnuafli með árangursríkum hætti.

Ert þú alþjóðleg eða Evrópusamtök eða -fyrirtæki með fulltrúa og/eða samstarfsaðila í mörgum aðildarríkjum ESB?

Hefur þú áhuga á því að taka þátt í herferðinni svo um munar? Engin aðildargjöld eru innheimt.

Kíktu þá á tilboðið okkar um að gerast samstarfsaðili herferðarinnar „Farsæl framtíð í vinnuvernd“ 2023-25.

Öðlast sýnileika

Fyrirtækið þitt fær dýrmæta kynningu sem undirstrikar ábyrgðartilfinningu fyrirtækisins.

Komdu fréttum fyrirtækisins á framfæri

Kynntu starfsemi fyrirtækisins, fréttatilkynningar eða skýrslur á sérstökum fréttahluta á vefsíðu herferðarinnar og í rafrænu fréttabréfi EU-OSHA, sem er með þúsundir áskrifenda.

Stækkaðu samstarfsnetið þitt

Skipstu á góðum starfsvenjum við alþjóðafyrirtæki með svipaðan hugsanahátt og taktu þátt í málstofum og viðburðum herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur um miðlun á góðum starfsvenjum.

Hvernig á að sækja um

MAÍ 2023

Kíktu á tilboðið okkar um samstarf við herferðina

Frekari upplýsingar um hvernig hægt sé að gerast samstarfsaðili herferðarinnar og nauðsynlegar kröfur.

SEPTEMBER 2023 — DESEMBER 2023

Fylltu út umsóknareyðublaðið

Viltu sækja um? Umsóknareyðublaðið er í boði á netinu frá 15. september til 20. desember 2023.

FEBRÚAR 2024

Sæktu niðurstöðurnar

The internal selection process will take place in January 2024, and successful organisations will be informed soon after that.

Opinberir samstarfsaðilar herferðarinnar

Evrópsk og alþjóðleg fyrirtæki og samtök, bæði opinber og einkarekin og úr fjölbreyttum atvinnugeirum styðja við herferðina Vinnuvernd er allra hagur. Þau mynda samstarfsnet frumkvöðla, sem stuðla að og hvetja aðra til að stjórna öruggu og heilbrigðu vinnuafli með árangursríkum hætti. Þátttaka þeirra er nauðsynlegt til að skilboð herferðarinnar nái til allra tegunda vinnustaða innan ESB.

SKOÐA ALLA SAMSTARFSAÐILA