Miðlun á góðum starfsvenjum


gpeOpinbera verkefni samstarfsaðila herferðarinnar um miðlun á góðum starfsvenjum er sannarlega grasrótarverkefni sem er innblásið af ósk samstarfsaðila herferðarinnar um að vinna betur saman til að ná betri árangri í öryggis- og heilbrigðismálum í fyrirtækjunum þeirra. Frá upphafi verkefnisins árið 2012 hefur það eflst svo um munar.

Stofnunin hefur mikinn áhuga á að ljá verkefninu stuðning sinn því það veitir stofnuninni tækifæri til að gera herferðina Vinnuvernd er allra hagur sjálfbæra með tímanum og stuðla að raunverulegum breytingum á vinnustöðum. Stofnunin hjálpaði því til við að búa til sérstakan stýrihóp árið 2012, sem hittist nú að minnsta kosti tvisvar á ári.

Á tveggja ára fresti frá árinu 2013 hefur EU-OSHA í samvinnu við opinbera samstarfsaðila herferðarinnar staðið fyrir viðburðinum miðlun samstarfsaðila herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur á góðum starfsvenjum ásamt athöfn til að gera opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar kleift að miðla góðum starfsvenjum og ræða um helstu frammistöðuvísa sem geta nýst við að stuðla að betri öryggis- og heilbrigðisvenjum. Auk þess halda á hverju ári mjög áhugasamir samstarfsaðilar herferðina viðburði fyrir miðlun á góðum starfsvenjum á starfsstöðvum sínum og bjóða öðrum samstarfsaðilum herferðarinnar að koma og ræða um reynslu sína.

Áhugi og þátttaka samstarfsaðila herferðarinnar hefur verið okkur innblástur — en þeir hafa haldið, skipulagt og sótt viðburði víðs vegar um Evrópu. Viðburðirnir hafa ávallt skapað umræður og ferskar nýjar hugmyndir.