Byrjaðu þína kynningarherferð


Start your campaign 23-25Gakktu til liðs við okkur og farðu af stað með þína eigin kynningarherferð til að vekja athygli á og stuðla að öryggi og heilbrigði á þínum vinnustað. Árangursrík kynningarherferð stuðlar að öruggara, heilsusamlegra og farsælla starfsumhverfi sem hefur ótvíræða kosti fyrir þitt fyrirtæki eða samtök.

Við hjálpum þér að komast af stað með verkfærakistu herferðarinnar okkar sem inniheldur gagnlegar upplýsingar ef þú ert að hugsa um að hefja þína eigin kynningarherferð. Hún mun fara með þér í gegnum ferlið, skref fyrir skref, frá því að þú ákveður markmiðin og helstu skilaboð, í gegnum skipulagningu og innleiðingu fram að úrlausn á niðurstöðum. Til er hagnýtur leiðarvísir um hvernig má nota tilföngin til að ná sem mestum árangri og gjörnýta tækifærin. Kaflinn um verkfæri og dæmi inniheldur ítarlegan lista yfir aðferðir og hagnýt dæmi um hvernig má nota þær í kynningarherferð; allt frá einföldum aðgerðum, eins og að bæta við skilaboðum í undirskriftina í netpóstinum þínum, og í að gjörnýta þér samfélagsmiðlana.