Um efnið


Tækifæri og áhætta

Vaxandi stafræn þróun hagkerfisins og notkun á stafrænni tækni á vinnustöðum skapar tækifæri fyrir launþega og vinnuveitendur, þar á meðal ný tækifæri til að bæta vinnuvernd:

 • Sjálfvæðing felur vélum að sinna endurtekningarsömum, vinnufrekum og hættulegum verkum.
 • Þjarkar og aðstoða og koma í staðinn fyrir starfsmenn í hættulegu vinnuumhverfi.
 • Stafræn tækni og frammistöðubætandi tækni (t.d. ytri stoðgrindur) bæta aðgang illra settra að vinnumarkaði, eins og fatlaðra, innflytjenda eða starfsmanna á svæðum með fá atvinnutækifæri.
 • Með betra eftirliti og stórgögnum er hægt að grípa fyrr og með skilvirkari hætti í taumana.
 • Betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sveigjanleiki og sjálfstæði launþega sem geta unnið í fjarvinnu.

Gögn frá könnun EU-OSHA Vinnuverndarpúls 2022 sýna að stafræn tækni er notuð til að fylgjast með hávaða, íðefnum, ryki og gasi í vinnuumhverfi 19,2 % launþega í Evrópu og hjartslætti, blóðþrýstingi, líkamsstöðu og öðrum lífsmörkum 7,4 % launþega persónulega.

Gögn frá sömu heimild sýna einnig að starfsmenn í heimafjarvinnu eru síður líklegir til að verða fyrir ofbeldi eða hrakyrðum frá viðskiptavinum, sjúklingum, nemendum eða áreitni eða einelti: heimavinnandi starfsmenn tilkynna um ofbeldi eða ofbeldi í orði í aðeins 7,9 % tilfella (15,7 % af heildarfjölda vinnandi fólks) þar sem þeir vinna aðallega í störfum sem fela í sér minni samskipti við utanaðkomandi aðila og áreitni eða einelti í aðeins 4,4 % tilvika (á móti 7,3 % af heildarþýðinu) þar sem félagsleg einangrun (þ.m.t. frá samstarfsmönnum og yfirmönnum) getur haft mildandi áhrif í þessu sambandi. Rétt er að nefna að launþegar í fjarvinnu heiman frá sér eru síður líklegir til að skýra frá skorti á sjálfstæði eða áhrifum yfir vinnuhraða eða vinnuferlum (14,4 %) samanborið við launþega í heild.

Það eru einnig áskoranir og áhættur fyrir vinnuvernd vegna notkunar stafrænnar tækni á vinnustöðum:

 • Stafræn vöktun, tap á sjálfstæði, aukin vinna og þrýstingur til að standa sig með ákveðnum hætti.
 • koma í stað millistjórnenda og úthluta verkefnum til starfsmanna og fylgjast með frammistöðu þeirra.
 • Tap á stjórn yfir vinnu sinni, skipting á störfum yfir í einföld verk sem framkvæma á með stöðluðum hætti, þröngt innihald starfa og starfa.
 • Einangrun launþega, aukning á netsamskiptum og minni jafningjastuðningur.
 • Rangar eða ósanngjarnar ákvarðanir um launþega vegna sjálfvæddra eða hálfsjálfvæddra ferla sem nota gögn og/eða hugbúnað sem inniheldur mistök.
 • Kerfi sem hnippir í starfsmenn og veitir þeim viðurlög og gefur frammistöðu þeirra einkunn.
 • Óskýr ábyrgð á vinnuvernd og beitingu á þeim vinnuverndarreglum sem eru í gildi.
 • Hreyfanleiki, sveigjanleiki, tiltækileiki allan sólarhringinn og útmáð mörk á milli vinnu og einkalífs.

ESENER könnun EU-OSHA fyrir árið 2019 fann ummerki um að aukin notkun stafrænnar tækni á vinnustöðum tengist sálfélagslegri áhættu, svo sem tímapressu, slæmum samskiptum eða samvinnu, vinnuóöryggi og löngum vöktum eða óreglulegum vinnutíma.

Það sem meira er að þá segja svarendur í könnun EU-OSHA Vinnuverndarpúls 2022 meðal starfsmanna, að stafræn tækni leiði til þess að þeir starfi einir (44 %), eftirlit með þeim hafi aukist í vinnunni (37 %), dregið hafi úr sjálfstæði þeirra í vinnunni (19 %), hún ráði hraða vinnunnar (52 %) og vinnuálag þeirra hafi aukist (33 %).

En gögn frá könnun EU-OSHA í Vinnuverndarpúlsinum 2022 sýna að launþegar sem vinna heiman frá sér í fjarvinnu sögðu oftar frá auknu vinnuálagi (33,2 %) og vinnuhraða af völdum stafrænnar tækni (61,5 %), félagslegri einangrun (56,8 %) og verulegri tímapressu eða vinnuofálagi (46,9 %) en heildarfjöldi launþega.