Áhætta af völdum stafrænnar væðingar á vinnustöðum fellur undir rammatilskipunina um vinnuvernd. Markmiðið er að vernda fólk gegn vinnutengdri áhættu og kveða á um ábyrgð vinnuveitanda á því að tryggja öryggi og heilsu á vinnustöðum.
Einnig er tekið á tiltekinni áhættu með sérstökum tilskipunum:
-
Tilskipunin um skjábúnað
um vinnuvernd og skjábúnað -
Tilskipunin um notkun á vinnubúnaði
fjallar um meginreglur á sviði vinnuvistfræði -
Nýja vélartilskipunin
fjallar um vélar og vernd launþega -
Tilskipunin um kröfur til vinnustaða
fjallar um viðhald búnaðar og tækja
-
Tilskipunin um vinnutíma
fjallar um skipulag á vinnutíma
-
Tilskipunin um upplýsingar til og samráð við starfsmenn
kveður á um ramma fyrir upplýsingar til og samráð við starfsmenn
Á sviði gervigreindar hefur ESB lagt til og kynnt nokkrar breytingar á löggjöf og aðrar aðgerðir:
Orðsending um betri vinnuskilyrði fyrir öflugri félagslega Evrópu: fullnýting á öllum ávinningi af stafrænni væðingu fyrir starfshætti framtíðarinnar og tillaga að tilskipun til að bæta vinnuskilyrði fólks sem vinnur í gegnum stafræna netvanga