Um herferðina


Um herferðinaHerferðirnar Vinnuvernd er allra hagur eru mjög mikilvægar við að auka vitund um vinnuvernd í Evrópu. Skilaboð herferðanna eru skýr — „Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og vinnustaðinn þinn“.

Herferðirnar eru stærstar sinnar tegundar í heiminum og hefur hver þeirra vel skilgreint þema — fyrri herferðir fjölluðu um allt frá kynningu á áhættumati og forvörnum yfir í vitundavakningu um sjálfbæra starfshættu og verndun launþega gegn hættuefnum. Herferðirnar leggja líka sérstaka áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki og berskjaldaða launþegahópa og tryggja þannig að herferðirnar nái til þeirra sem mest þurfa á stuðningi að halda.

Fjölbreytt kynningar- og upplýsingaefni er framleitt fyrir herferðirnar auk þess sem við stöndum fyrir eða styðjum við fjölmarga atburði og verkefni til vitundavakningar. Meðal hápunkta má nefna viðburði til að skiptast á góðum starfsháttum og Verðlaunin fyrir góða starfshættiEvrópuviku vinnuverndar, leiðtogafund herferðarinnar og Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur.

Hvernig komum við skilaboðum herferðarinnar á framfæri við fyrirtæki? Við treystum á landsskrifstofurnar okkar, opinbera samstarfsaðila herferðannasamstarfsaðila í fjölmiðlum, aðila vinnumarkaðarins og aðra milliliði til að auglýsa herferðina og efni hennar og taka með virkum þætti í viðburðum. Staðreyndin er sú að árangursríkt samstarf við samstarfsaðila okkar er gríðarlega mikilvægt til að stuðla að raunverulegum breytingum á vinnustöðum auk þess sem slíkt er bakbeinið í árangri herferðanna Vinnuvernd er allra hagur.

Skoðaðu verkfærakistuna fyrir herferðirnar og taktu þátt!