Hvers vegna er átakið mikilvægt?
Þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir þau eru stoðkerfisvandamál enn efst á listanum yfir vinnutengd heilsufarsvandamál í Evrópu og koma oft upp samhliða öðrum heilsufarsvandamálum. Það dregur óhjákvæmilega úr lífsgæðum einstaklinga og getu þeirra til að stunda vinnu og hafa þannig skaðleg áhrif á fyrirtæki og hagkerfi.
Fjarvistir frá vinnu vegna stoðkerfisvandamála eru stórt hlutfall tapaðra vinnudaga í ESB. Launþegar með stoðkerfisvandamál eru lengur frá vinnu að meðaltali en þeir sem þjást ekki af slíkum vandamálum.
Vinnutengd stoðkerfisvandamál eru ein algengasta orsökin fyrir örorku og veikindafjarvistum og eru algengasti viðurkenndi vinnusjúkdómurinn í löndum eins og Frakklandi, Ítalíu, Lettlandi og Spáni.
Einn þriðji hluti launþega með stoðkerfisvandamál og önnur heilsufarsvandamál telur að hann muni ekki geta haldið áfram störfum fram til 60 ára aldurs.
Auk þess draga stoðkerfisvandamál úr afkastagetu einstaklinga í vinnunni og tíðni „ofmætingar“, þ.e. þegar einstaklingar mæta veikir til vinnu, er hærri meðal fólks með stoðkerfisvandamál en þeirra án heilsufarsvandamála.
Það hefur meiriháttar efnahagsleg áhrif. Beinn kostnaður af vinnutengdum stoðkerfisvandamálum inniheldur heilbrigðisþjónustu (greiningu og meðferð á sjúkdómnum og kostnað við endurhæfingu) og lyf auk kostnað við bóta til launþega. Óbeinn kostnaður er meðal annars kostnaður við aðskilnað við vinnuteymi, minnkun á afkastagetu, seinkanir í framleiðslu og kostnaður við að setja starfsmenn í stað veikra starfsmanna (þar á meðal við þjálfun á nýjum starfsmönnum) auk kostnaðar í tengslum við fjarvistir/ofmætingu. Talið er að slíkur óbeinn kostnaður sé mun hærri en beinn kostnaður fyrirtækja.
Því er mjög mikilvægt að starfsmenn séu upplýstir um málið og þeir hafi aðgang að aðstoð og leiðbeiningum við að koma í veg fyrir eða stjórna stoðkerfisvandamálum.