Um efnið


Hvernig er hægt að stjórna því?

Hægt er að koma í veg fyrir og stjórna stoðkerfisvandamálum. Með alhliða nálgun — út frá meginreglum rammatilskipunarinnar um vinnuvernd — og stuðla að forvarnarmenningu þar sem bæði vinnuveitendur og starfsmenn koma við sögu.

  • Áhættumat á vinnustöðum þetta er grunnurinn að árangursríkum forvörnum og ætti það að felast í undirbúningi, mati og innleiðingu á fyrirbyggjandi og verndarráðstöfunum. Áhættumatið ætti reglubundið að endurskoða og uppfæra.
  • Blanda af fyrirbyggjandi ráðstöfunum til að útrýma/stjórna áhættu: þetta ætti að vera í algjörum forgangi á öllum vinnustöðum. Þar sem fjölmargir þættir valda stoðkerfisvandamálum er best að styðjast við alhliða nálgun, til dæmis með aðgerðum á vinnustaðnum (t.d. vinnuvistfræði), skipulagi vinnunnar (t.d. bjóða upp á hlé), sálfélagslegum þáttum (t.d. leyfa starfsmönnum að stjórna vinnuhraðanum) og starfsmönnum (t.d. bjóða upp á þjálfun í góðri líkamsstöðu).
  • Hvatning til þátttöku starfsmanna: starfsmenn ættu að taka þátt í að bera kennsl á stoðkerfisáhættu og fyrirbyggjandi lausnir til að hjálpa fyrirtækjum við að móta alhliða stefnur um stjórnun á stoðkerfisvandamálum. s Samtalsvakar  EU-OSHA fyrir umræður á vinnustöðum um stoðkerfisvandamál má nota til að auðvelda hópumræður á vinnustaðnum eða á námskeiðum.

Sem hluti af herferðinni „Hæfilegt álag — Heilbrigt stoðkerfi“ höfum við búið til gagnagrunn með hagnýtum verkfærum, leiðbeiningarefni og dæmum um góðar starfsvenjur  til að hjálpa til við að stuðla að þátttöku starfsmanna og styðja vinnustaði í stjórnun þeirra á stoðkerfisvandamálum. Finna má annað gagnlegt efni herferðarinnar og rit í hlutanum tól og útgefið efni.