2018-19: Áhættumat efna á vinnustað


Leiðtogafundurinn Vinnuvernd er allra hagur

Viðburðurinn færði saman leiðandi sérfræðinga og stjórnmálamenn í Evrópu til að ræða um niðurstöður tveggja ára herferðarinnar, miðla þekkingu og kanna framtíðarstefnur fyrir skilvirkar forvarnir og sjálfbæra stjórnun hættuefna á vinnustöðum.

Samhliða vinnusmiðjur skoðuðu forvarnarstarf á sviði krabbameinsvalda á vinnustöðum, góða starfshætti í þjónustugeiranum og hvaða efni má nota í staðinn fyrir hættuefni við framleiðsluferla. Einnig var rætt um hvaða rástafanir myndu bera mestan árangur hvað varðar framtíðarþróun íðefnanotkunar.

Sérstakur hápunktur fundarins var Verðlaunaathöfnin fyrir góða starfshætti þar sem tíu fyrirtæki hlutu verðlaun og viðurkenningar úr höndum alþjóðlegrar dómnefndar, fyrir að hafa gripið til fyrirbyggjandi ráðstafana með þátttöku allra við stjórnun á hættuefnum. 

Að lokum kynnti stofnunin næstu vinnuverndarherferð 2020-22, en hún mun hefjast í október 2020 og miðar að því að auka vitund um mikilvægi áhættuforvarna gegn stoðkerfisvandamálum.

Yfirlit yfir ráðstefnuna, upptaka af öllum málstofum, kynningum og myndum eru núna tiltæk