Um hvað snýst málið?
Starfsfólki stafar hætta af hættulegum efnum á mörgum evrópskum vinnustöðum. Slíkar aðstæður eru algengari en flestir gera sér grein fyrir og gætu í raun verið til staðar á langflestum vinnustöðum. Þetta felur í sér vandamál varðandi öryggi og heilsu.
Hættuleg efni eru föst efni, vökvar eða lofttegundir sem geta mögulega skaðað öryggi eða heilsu starfsmanna. Hægt er að verða fyrir áhrifum efna við öndun, snertingu þeirra við húð eða inntöku.
Hættuleg efni á vinnustað eru tengd bráðum veikindum og hafa heilsufarsleg áhrif til lengri tíma, m.a.:
- öndunarsjúkdómum (t.d. astmi, nefkvef, asbestveiki og kísillunga)
- skaða á innri líffærum, t.d. heila og taugakerfi
- húðerting og sjúkdómum
- starfstengdu krabbameini (t.d. hvítblæði, lungnakrabbameini, fleiðurþekjukrabbameini og krabbameini í nefholi).
Að auki geta hættuleg efni leitt af sér hættu fyrir starfsmenn vegna eldsvoða, sprenginga, bráðaeitrunar og köfnunar.
Önnur Fyrirtækjakönnun EU-OSHA um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER-2) varpar ljósi á það að hættuleg efni eru algengust í ákveðnum greinum, eins og landbúnaði, framleiðslu- og byggingariðnaði.
Samt sem áður stafar starfsmönnum í öllum geirum atvinnulífsins möguleg hætta af hættulegum efnum. Heilt yfir hafa reyndar 38 % evrópskra fyrirtækja tilkynnt um hugsanlega hættu vegna hættulegra efna af kemískum- eða lífræðilegum toga á vinnustað sínum. Þess vegna er nauðsynlegt að greina hætturnar og hafa stjórn á þeim.