Um efnið


Um hvað snýst málið?

Milljónir launþega í Evrópu þjást af vinnutengdum stoðkerfisvandamálum. Um þrír af hverjum fimm launþegum í Evrópusambandinu hafa kvartað um stoðkerfisvandamál samkvæmt upplýsingum úr sjöttu Evrópukönnuninni um vinnuaðstæður.

Vinnutengd stoðkerfisvandamál eru líkamsraskanir, t.d. í vöðvum, liðum og sinum sem orsakast af eða versna aðallega af völdum vinnu eða áhrifa vinnuumhverfisins. Þau geta haft mjög neikvæð áhrif á getu einstaklingsins til að lifa lífi sínu og stunda vinnu og eru ein helsta ástæða örorku, veikindaleyfa og snemmbúinnar lífeyristöku.

Algengustu stoðkerfisvandamálin eru bakverkir og verkir í efri útlimum. Líkamlegir, skipulagslegir, sálfélagslegir og einstaklingsbundnir þættir geta stuðlað að myndun þeirra.

Samkvæmt Fyrirtækjakönnun Evrópu um nýja og aðsteðjandi áhættu 2019er algengasti greindi áhættuþátturinn í ESB-27 endurtekningar hreyfingar með höndum eða handleggjum (65 % fyrirtækja skýrðu frá). Aðrar stoðkerfistengdar áhættur eru meðal annars langvarandi setur (61 %) — oft talin ný eða aðsteðjandi stoðkerfisáhætta — fólki eða þungum byrðum lyft (52 %), tímapressa (45 %) og þreytandi eða sársaukafullar líkamsstöður (31 %).

Þó að hægt sé að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál eru þau enn eitt algengasta vinnutengda heilsufarsvandamálið í Evrópu. Þau valda ekki bara áhyggjum vegna áhrifa þeirra á heilbrigði einstakra launþega heldur einnig vegna neikvæðra áhrifa þeirra á fyrirtæki og innlend hagkerfi.