Um efnið


Af hverju er mikilvægt að stýra meðhöndlun hættulegra efna á vinnustöðum?

Óásættanlegur fjöldi starfsmanna er útsettur fyrir hættulegum efnum á vinnustöðum í Evrópu.

Hátt hlutfall af atvinnusjúkdómum stafar af hættulegum efnum sem hafa neikvæð áhrif á lífsgæði starfsmanna og getu þeirra til að stunda vinnu og geta verið banvænir í sumum tilvikum. Það, ásamt vinnuslysum af völdum hættulegra efna, leiðir til mikils kostnaðar fyrir fyrirtæki.

Þrátt fyrir þetta ríkir ekki almenn vitund um eðli og fjölda hættulegra efna á vinnustöðum og áhættuna sem þau valda, en lítill sem enginn árangur hefur náðst í því að draga úr útsetningu starfsmanna fyrir þeim á síðustu árum. Samkvæmt Evrópukönnuninni um vinnuaðstæður hefur hlutfall starfsmanna, sem segjast hafa verið útsettir fyrir kemískum efnum í að minnsta kosta fjórðung vinnutíma síns ekki breyst frá árinu 2000 og helst um 17 %.

Útrýma verður útsetningu starfsmanna fyrir hættulegum efnum eða a.m.k. stýra áhættunni til að tryggja öryggi og heilbrigði starfsmanna og efnahagslegan árangur fyrirtækja og samfélaga.