Um efnið


Hvers vegna er heilbrigð öldrun á vinnustað svona mikilvæg?

Hægt er ná fram verulegum framförum hjá starfsfólki og vinnuveitendum með því að ráðast á hindranir að hærri starfsaldri. Með því að fylgja góðum stjórnunarreglum um öryggi og heilsu er hægt að efla heilsu alls starfsfólks, hvort sem það er nýbyrjað eða að nálgast eftirlaun.

Einn fjórði starfsfólks segir að vinnan hafi áhrif á heilsu þess og að það muni ekki geta unnið sama starf þegar þau eru 60 ára. Aftur á móti er hægt að takast á við öryggis- og heilsuhættur og það skilar sér í öruggara, heilsusamlegra og betra vinnuumhverfi fyrir alla.

Að lokum má nefna að áskoranir í tengslum við lýðfræðilegar breytingar geta valdið fyrirtækjum og stofnunum vandræðum, allt frá vöntun á almennu vinnuafli yfir í vöntun á sérhæfðu starfsfólki, auk vandamála í tengslum við afköst og fjarvistir. Með því að uppfylla lagalegar skyldur og innleiða heilbrigða starfshætti fyrir alla aldurshópa er líklegt að vinnuveitendur verði varir við minni starfsmannaveltu og aukin afköst.