Um efnið


Fyrir fyrirtæki

Stoðkerfisvandamál hafa áhrif á getu einstaklinga til vinnu og eru því meiriháttar útgjaldabyrði fyrir fyrirtæki og hagkerfi:

  • Fjarvistir: fjarvistir frá vinnu vegna stoðkerfisvandamála eru stórt hlutfall tapaðra vinnudaga í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Launþegar með stoðkerfisvandamál eru einnig líklegri að meðaltali, til að vera fjarverandi í lengri tíma.
  • Ofmæting: sársauki í vinnunni af völdum stoðkerfisvandamála er líklegri til að hafa áhrif á afköst og framleiðni.
  • Snemmbúin eða þvinguð lífeyristaka: starfsmenn, sem þjást af stoðkerfisvandamálum, þurfa jafnvel að hætta störfum með öllu og eru líklegri en aðrir til að telja að þeir muni ekki geta sinnt sama starfi við 60 ára aldur.

Í ljósi mikillar útbreiðslu vinnutengdra stoðkerfisvandamála er það skynsamlegt út frá rekstrarlegu sjónarmiði að fjárfesta í forvörnum gegn því að þau myndist eða eigi sér stað. Hægt er að stjórna og koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál svo að hægt er að draga úr kostnaði í tengslum við stoðkerfisvandamál. Ef stoðkerfisvandamál koma upp draga einfaldar ráðstafanir — eins og að bjóða upp á faglega aðstoð og laga vinnuumhverfið — eins fljótt og hægt er að einkennunum dregur það verulega úr langvarandi fjarvistum frá vinnu.

Slíkar forvarnir og snemmbúnar íhlutanir geta dregið úr fjarvistum, aukið framleiðni og leitt til raunverulegs sparnaðar hjá fyrirtækjum og innlendum heilbrigðis- og almannatryggingakerfum. Herferðin „Hæfilegt álag — Heilbrigt stoðkerfi“ veitir upplýsingar og dæmi um slíkt ásamt hlekkjum á efni sem getur hjálpað fyrirtækjum við að gera lausnir gegn stoðkerfisvandamálum hluta af daglegri vinnuverndarstjórnun.