Hverjir þurfa að taka þátt?
Það er mjög mikilvægt að allir vinni saman að því að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál á vinnustöðum. Samstarf á milli vinnuveitenda, yfirmanna og starfsmanna skapar sameiginlegan skilning á málinu og leiðir til langvarandi úrbóta.
Vinnuveitendum ber lagaleg skylda til að tryggja að áhættur á vinnustaðnum séu metnar og þeim stjórnað með viðeigandi hætti og þeir verða að átta sig á því að þeir þurfa að taka forystu í forvörnum gegn stoðkerfisvandamálum. Skilvirkt hættumat og forvarnir krefjast þess að atvinnurekendur haldi sjálfum sér og starfsfólki sínu vel upplýstu og þjálfuðu.
Það er mikilvægt að hvetja starfsmenn til þess að ræða opinskátt og eins snemma og hægt er um stoðkerfisvandamál. Ef starfsmönnum finnst í lagi að ræða að ræða um líkamlegt heilbrigði sitt eru þeir líklegri til þess að hugsa um sjálfa sig og óska eftir stuðningi og meðferð strax á fyrstu stigum.
Þessi herferð snýst ekki bara um að auka vitund um vinnutengd stoðkerfisvandamál og neikvæð áhrif þeirra á einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið heldur miðar hún einnig að því að stuðla að samvinnu til að tryggja að ráðist sé í skilvirkar forvarnir gegn stoðkerfisvandamálum.