2018-19: Áhættumat efna á vinnustað


Herferðarúrræði

Fjölmörg hagnýt verkfæri og upplýsingaefni voru gerð til að kynna málefnið og hjálpa fyrirtækjum við að greina áhættu með auðveldum hætti og stjórna henni með skilvirkum hætti. Á meðan herferðinni stóð var efni dreift um alla Evrópu en stór hluti þess, þar á meðal herferðarleiðarvísirinn er í boði á 25 tungumálum. Meðal afurða má nefna gagnvirkt nettól um hættuleg efni, en það veitir bakgrunnsupplýsingar og sérsniðin hagnýt ráð um merkingar, lagalegar kröfur og fyrirbyggjandi ráðstafanir og gagnagrunn með yfir 1000 verkfærum til að stjórna hættulegum efnum.