Um efnið


Hver þarf að taka þátt til að stuðla að langri og farsælli starfsævi?

Til að vinnuverndarstjórnun beri árangur verða allir — vinnuveitendur, stjórnendur og launþegar — að taka þátt. Það er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að hættulegum efnum því ef áhætta er virt að vettugi getur það haft alvarlegar og beinar afleiðingar fyrir heilbrigði starfsmanna og afkomu fyrirtækisins.

  • Vinnuveitendum ber lagaleg skylda til að framkvæma áhættumat til að bera kennsl á allar hugsanlegar hættur í tengslum við hættuleg efni. Þeir verða að tryggja að áhættunni sé stýrt með stigvaxandi fyrirbyggjandi ráðstöfunum.
  • Stjórnendur ættu að hvetja starfsmenn til að taka þátt. Þeir ættu að tryggja að starfsmenn hljóti reglulega þjálfun og hafi aðgang að úrræðum sem auðvelt er að nýta.
  • Starfsmenn ættu að hafa skilning á hugsanlegum hættum, vera vel upplýstir um forvarnar, finnast auðvelt að láta áhyggjur sínar í ljós og fá hvatningu til að taka virkan þátt í því að finna lausnir.

Lykillinn er að koma á forvarnarmenningu með því að sýna sterka forystu og einsetja sér að sinna vinnuverndarmálum. Þannig geta vinnuveitendur og stjórnendur skapað vinnuumhverfi sem hvetur alla til að taka öryggis- og heilbrigðismál föstum tökum og vinna saman að því að bera kennsl á og taka á áhættuþáttum.