Um efnið


Af hverju er mikilvægt að stýra meðhöndlun hættulegra efna á vinnustöðum?

Skapa verður forvarnarmenningu með árangursríkum hætti á vinnustöðum í Evrópu til að koma í veg fyrir vanheilsu og dauðsföll af völdum hættulegra efna. Allir hlutaðeigandi verða að vera meðvitaðir um áhættuna og vera einarðir í því að stýra henni eða koma í veg fyrir hana.

  • Vitundarvakning: er lykillinn. Allir á vinnustað verða að vera meðvitaðir um hættuleg efni, áhættuna sem þau skapa og hvernig eigi að draga úr eða koma í veg fyrir áhættu.
  • Áhættumat: er fyrsta skref forvarna. Vinnuveitendur, stjórnendur og launþegar ættu að vera með í ráðum. Áhætta af völdum hættulegra efna er oft flókin og hafa þarf margvíslega þætti í huga til að bera kennsl á slíka áhættu. Einnig verður að uppfæra áhættumatið reglulega — því vinnuumhverfi breytist og þar af leiðandi möguleg á útsetning fyrir hættulegum efnum.
  • Löggjöfkveður á um lögmæta ábyrgð vinnuveitenda um að vernda starfsmenn gegn hættulegum efnum. Vinnuveitendur ættu að hafa góðan skilning á slíkri löggjöf, en í henni má meðal annars finna stigveldi forvarnarráðstafana.
  • Hagnýt verkfæri og leiðbeiningarhjálpa fyrirtækjum við að stýra meðferð hættulegra efna með hagnýtum hætti. Mörg slík verkfæri og dæmi um góðar starfsvenjur má finna á vefsíðu átaksins Vinnuvernd er allra hagur.