Um efnið


Kostir lengri starfsævi fyrir fyrirtæki

Góðir stjórnhættir við vinnuvernd (OSH), auk verndun starfsfólks og uppfylling lagalegra skilyrða, geta haft mjög jákvæðar afleiðingar:

  • heilsusamlegt, afkastamikið og áhugasamt vinnuafl sem gerir fyrirtækjum kleift að haldast samkeppnishæf og nýstárleg;
  • dýrmæt færni og starfsreynsla innan fyrirtækisins með flutningi á þekkingu auk þess sem fyrirtækið býr að stærri hópi fólks með hæfileika og færni;
  • færri veikindaleyfi og fjarvistir sem leiða til minni kostnaðar við starfsörorku fyrir fyrirtækin auk þess sem afköst aukast;
  • minni starfsmannavelta;
  • vinnuumhverfi sem gerir starfsmönnum á öllum aldri kleift að hámarka getu sína;
  • meiri vellíðan í vinnu.

Stjórnun vinnuverndar i tengslum við öldrun vinnuafls stuðlar ekki aðeins að heilsusamlegra lífi hjá hverjum og einum starfsmanni. Hún getur bætt afköst og skilvirkni fyrirtækisins