2020-22: Vinnuvernd er allra hagur — Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi


Samstarfsaðilar

Sjá hvernig voru opinberir samstarfsaðilar og samstarfsaðilar í fjölmiðlum í þessari herferð.

Opinberir samstarfsaðilar herferðarinnar

Fyrirtæki og samtök úr opinbera og einkageiranum hafa gengið til liðs við okkur í herferðunum Vinnuvernd er allra hagur. Samstarfsaðilar herferðarinnar hjálpa til við að auglýsa mikilvægi vinnuverndar með margvíslegri starfsemi, þar á meðal ráðstefnum, málstofum og námskeiðum. Þátttaka stórfyrirtækja getur verið sérstaklega gagnleg því það þýðir að skilaboð okkar berist til smárra og meðalstórra fyrirtækja í gegnum aðfangakeðju stærri fyrirtækja.
Sjá heildarlista

Samstarfsaðilar í fjölmiðlum

Samstarfsaðilar okkar í fjölmiðlum starfa með okkur við að auka vitund um málefni herferðarinnar með því að nota fjölbreyttar leiðir sínar til auglýsinga og kynningar. Þeir samanstanda af sérvöldum hópi fréttamanna og ritstjóra innlendra og svæðisbundinna fjölmiðla og úr Evrópu með áhuga á eflingu vinnuverndar.
Sjá heildarlista

Tengiliðir

Landsskrifstofur í yfir 30 löndum samræma og miðla upplýsingum frá stofnuninni í viðkomandi landi og veita endurgjöf og ráðleggingar. Venjulega eru það leiðandi stofnanir á sviði vinnuverndar í viðkomandi löndum sem eru opinberir fulltrúar stofnunarinnar innanlands. Þær stuðla að þróun upplýsingaþjónustu stofnunarinnar og herferðum. Auk Evrópusambandsins er landsskrifstofurnar einnig að finna í löndum Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og í umsóknar- og væntanlegum umsóknarlöndum ESB.
Tengiliðaupplýsingar

EEN samstarfsnetið

Fyrirtækjanet Evrópu (EEN) er kerfi sem er stjórnað af framkvæmdastjórninni og er lykiltól í áætlun ESB um að örva vöxt og fjölga störfum. Með því að nýta samvinnu 600 ráðgjafafyrirtækja frá 50 löndum getur EEN aðstoðað smærri fyrirtæki við að notfæra sér einstök viðskiptatækifæri í innri markaði ESB.

Herferðin Vinnuvernd er allra hagur er mikilvægt samstarfssvið milli stofnunarinnar og EEN en 30 EEN vinnuverndarsendiherrar taka virkan þátt í kynningu samstarfsins.
Tengiliðaupplýsingar