Um efnið


Hver þarf að taka þátt í að stuðla að langri og farsælli starfsævi?

Aðalatriðið er að allir taki þátt - vinnuveitendur, stjórnendur og starfsfólk - í að vinna saman að því að búa til öruggara og heilsusamlegra starfsumhverfi fyrir alla.

Stjórnendur ættu að leyfa starfsfólki að vekja athygli á vandamálum og hvetja það til að hjálpa til við finna á þeim lausn. Góður stjórnandi hvetur starfsfólk áfram og vekur hjá því áhuga, þekkir styrkleika og veikleika þess og hvetur það til að vinna að sameiginlegum markmiðum. Hagstætt umhverfi, þar sem vinnuandinn er góður og eldra og yngra starfsfólk innan fyrirtækisins vinna saman og hafa samskipti sín á milli, er lykilatriði.

Með því að deila þekkingu á vinnustaðnum með vinnuveitendum og stjórnendum geturstarfsfólk hjálpað til við að greina vandamál og finna og innleiða lausnir. Með því að ráðfæra sig við starfsfólk, og sýna með því og virðingu, næst betri árangur við hættustýringu.

Samvinna á milli mannauðsstjórnunar og framkvæmdarstjórnunar og þeirra sem bera ábyrgð á vinnuvernd (OSH) er sérstaklega mikilvæg þegar tekist er á við áskoranir vegna öldrunar og fjölbreytts vinnuafls. Mannauðsstefnur - til dæmis í tengslum við jafnvægi vinnu og frítíma, vinnutíma, lífslanga þekkingaröflun og ferilsþróun - hafa mikil áhrif á vinnuvernd. Því er mjög mikilvægt að mannauðsstefnur styðji við vinnuverndarstefnur fyrir alla aldurshópa og taki mið af einkennum, þörfum og ástæðum að baki þeim öllum.