Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Wikipedia

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvað er þetta?

Wikipedia er ókeypis vefalfræðisafn á mörgum tungumálum. Þær 17 milljónir greina, sem þar er að finna, eru skrifaðar af sjálfboðaliðum um allan heim en nánast allir með aðgang að síðunni, geta gert breytingar á greinum safnsins.

Ávinningur

  • Þú getur búið til upplýsingasíðu fyrir herferðina þína án endurgjalds.
  • Wikipedia síðan þín getur stuðla að aukinni umferð á vefsíðu herferðarinnar/samtakanna þinna.

Takmarkanir

  • Vertu meðvitaður um að hver sem er gæti haft aðgang að því að breyta þessu.
  • Færslan ætti að miða að því að upplýsa frekar en að selja sem gæti virkað illa á lesandann.

Hvernig væri hægt að nota það?

Þú gætir bætt fyrirtækinu þínu eða upplýsingum um herferð þína við Wikipedia.

Hvað á að telja með

  • Láttu málefnalega þekkingu á herferðinni fylgja, svo sem uppruna hennar og bakgrunn.
  • Skipuleggðu Wikipedia inngöngu þína í kafla (t.d. markmið herferðarinnar, staðreyndagögn).
  • Ef þú býrð til síðu sem er tileinkuð herferð, þá getur þú millivísað sumum hápunktum herferðar þinnar saman við aðrar Wikipedia síður (t.d. síður viðskiptafélaga herferðarinnar).