Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Um verkfærasettið

Hvað er verkfærasett herferðarinnar og hvers vegna er það gagnlegt

Lítill vafi leikur á því að auglýsingar, markaðssetning og almannatengslaátök geta haft veruleg áhrif á það hvernig fólk hugsar og hegðar sér. En er hægt að beita þessum sömu „kynningarlögmálum“ um vinnuvernd (OSH)?

Svarið er afgerandi „já!“

Þó svo þú sért ekki með aðgang að sams konar fjármagnsauðlindum og fjölþjóða neytendavörufyrirtæki hefur, þá getur þú samt hvatt til þess að fólk hugsi og hegði sér á annan hátt varðandi heilsu og öryggi í starfi í gegnum vel skipulagða og markvissa herferð sem stuðlar að góðum starfsvenjum á sviði vinnuverndar.

Vinnuverndarstofnun Evrópu hefur búið til þessa vefsíðu í þeim tilgangi að veita leiðbeiningar skref fyrir skref um hvernig eigi að skipuleggja og framkvæma áhrifaríkar kynningarherferðir, án tillits til stærðar stofnunarinnar þinnar.

Það er ekki eins flókið og margir halda. Maður þarf einungis að ná fram hinni „réttu blöndu“, þ.á.m. réttu skilaboðunum, markhópunum og öðrum þáttum. Þarna er ekki um að ræða samsafn af fasmótuðum reglum; þetta er einvörðungu safn af tillögum sem mælt er með. Veldu það sem þú vilt og aðlagaðu það að einstaklingsbundnu kringumstæðunum þínum.

Við vonum að þér finnist þetta verkfærasett nytsamlegt!

Vinnuverndarstofnun Evrópu

Heimsækið Vinnuverndarstofnun Evrópu