Flickr
Hentar:
Öllum gerðum samtaka.
Hvað er þetta?
Flickr er eitt stærsta ljósmyndastjórnunar- og deiliforrit í heiminum. Það hjálpar einstaklingum og fyrirtækjum við að birta ljósmyndir með auðveldum hætti á netinu. Það býður einnig upp á fjölbreyttar leiðir til að flokka ljósmyndirnar þínar. Skráðir notendur geta hlaðið upp ljósmyndum og myndböndum á síðuna, annaðhvort með opnum aðgangi eða til einkanota. Ef ljósmyndirnar eru opnar almenningi geta allir leita að þeim og fundið þær.
Ávinningur
- Flickr veitir þér tækifæri til að hafa öll ljósmyndasöfnin þín á einum stað.
- Það er auðvelt að finna þær og geta blaðamenn til dæmis sótt myndirnar þínar af vefnum með auðveldum hætti.
Takmarkanir
- Þú hefur ekki beina stjórn á því hvernig hægt væri að nota myndirnar þínar.
- Best að nota eingöngu fyrir viðbótar/aukaefni herferðar.
Hvernig væri hægt að nota það?
- Á meðan á fjölmiðlaherferð stendur, gætir þú viljað búa til úrval af viðeigandi myndum sem aðgengilegar eru og senda hlekkina til blaðamanna eða annarra samtaka.
- Það fer eftir notkunarrétti ljósmyndarinnar (þú getur ákveðið það þegar þú hleður þeim inn) þá getur fólk getur hlaðið þeim niður og áframsent. Það er einnig mögulegt fyrir notendur að skrifa athugasemdir um myndirnar þínar.
- Þú getur líka bætt myndunum þínum við hvaða „hópa“ sem viðeigandi eru og deilt þeim með öðrum Flickr meðlimum.