Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

LinkedIn

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvað er þetta?

LinkedIn er einn stærsti tengslamyndunarverkvangur heims. Hann er með yfir 52 milljónir virka notendur með helming þeirra í Bandaríkjunum og um 11 milljónir meðlima í Evrópu. Verkvangurinn stuðlar að tengslamyndun og hjálpar fólki við að halda utan um tengslanet sín.

Ávinningur

  • Þetta er frábært verkfæri til að halda utan um tengiliði og koma samtökunum þínum á framfæri.

Takmarkanir

  • Ekki er öll LinkedIn þjónustan og forritin ókeypis.

Hvernig væri hægt að nota það?

  • Grunnaðgerðir LinkedIn eru:
    • Að halda lista yfir tengiliðaupplýsingar og tengingar (bein tengsl, annars og þriðja stigs tengsl).
    • Að leita að störfum, fólki og viðskiptatækifærum.
    • Miðlun þekkingar og safna ráðum.
    • Söfnun upplýsinga og gagna.
    • Félagstengsl.
    • Kynning með þátttöku í umræðuhópum LinkedIn.

Að búa til viðveru á LinkedIn

  • Að búa til fyrirtækjasíðu - fyrirtækjasíðan sem bandaríski Rauði krossinn bjó til hefur dregið til sín þúsundir fylgjenda. Mundu um sjálfsmynd þína: notaðu vörumerki þitt í stað myndar.
  • Búðu til hópa. Þeir eru gagnlegt netverkfæri og frábær leið til að stækka tengslanetið þitt. Mundu að taka aðeins þátt í hópum sem tengjast fyrirtækinu þínu, láttu restina vera og er hún aðeins truflun.

Byggðu upp tengslanet þitt

  • Leitaðu að þýðingarmiklum tillögum: frábær eiginleiki hjá LinkedIn er hæfileikinn til að koma með tillögur. Þetta er staður fyrir tengsl þín til að tjá sig um vinnuna þína. Þú gætir beðið fólk um að tjá sig um virkni þína t.d. viðskiptafélaga herferðarinnar.
  • Hvettu starfsfólk þitt til að búa til 100% fullkomna aðganga - Því fleiri fullkomnir aðgangar starfsfólksins, því líklegra er að fyrirtækið þitt laði að og tengist öllum mikilvægu markhópunum þínum.
  • Í vinnuverndarskyni er hægt að nota það sem tæki til að tengjast hagsmunaaðilum þínum og faglegum viðskiptafélögum.