Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Facebook

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvað er þetta?

Facebook er samfélagsmiðill sem með eigin orðum „hjálpar fólki við að eiga í betri samskiptum við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn“. Hann er með yfir 500 milljónir virka notendur um allan heim.

Ávinningur

  • Facebook er nú einn vinsælasti samfélagsmiðillinn og þátttaka á honum kostari ekki neitt.
  • Þetta er frábært tækifæri til að ná til notenda sem venjulega hafa ekki áhuga á vinnuverndarmálum. Þú átt einnig kost á því að koma skilaboðum herferðarinnar þinnar mjög hratt á framfæri (að því gefnu að þú hafir mikinn fjölda aðdáenda).

RÁÐ:

Þú getur valið á milli mismunandi leiða til að birtast á Facebook, t.d.:

  • Viðburðarsíða
  • Skipulagssíða
  • Persónulegur aðgangur
  • Facebook auglýsingar

Þú getur búið til skipulagssíðu stofnunar þinnar og viðburðarsíðu fyrir viðburð sem er keyrður meðan á herferð stendur.

Samkvæmt nýjustu reglum Facebook á eingöngu að búa til persónulega aðganga fyrir einstaklinga.

Mundu hverjir Facebook notendur eru. Meirihluti þeirra er ekki sérfróður í málefnum vinnuverndar.

Forðastu því fræðilegt tungumál. Hugsaðu um hvaða upplýsingar þú getur deilt með venjulegu fólki til að vekja athygli á sviði vinnuverndar.

  • Notaðu myndefni. Þú getur hlaðið niður veggspjöldum eða myndum frá herferðinni þinni.
  • Hafðu samskipti við notendur. Svaraðu spurningum þeirra.
  • Facebook er netkerfi: Njóttu góðs af því að tengja síðuna þína við síður annarra stofnana.

Takmarkanir:

Í upphafi verður þú að leggja meira upp úr því að safna aðdáendum og það er nauðsynlegt að halda síðunni virkri með nýju efni til að eiga samskipti við þessa aðdáendur.