Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

PowerPoint kynningar

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvað er þetta?

Kynningar sem gerðar eru í forritinu Microsoft PowerPoint. Þær geta innihaldið texta, myndir, hljóð og myndskeið.

Ávinningur

  • Gagnlegar og auðveldar í framleiðslu innanhúss.

Takmarkanir

  • Þær hafa kannski ekki sömu áhrif og til dæmis sjónvarpsauglýsingar.

Að setja saman kynninguna

  • PowerPoint forritið veitir þér tilbúin sniðmát fyrir kynningu, en ef þú getur þá skaltu reyna að útbúa þitt eigið sniðmát eftir leiðbeiningarreglum til fyrirtækja/herferða.
  • Fyrir herferð ættirðu að láta kynninguna einblína að markmiðum hennar og skilaboðum.
  • Ekki ofhlaða kynninguna með texta. Haltu jafnvægi milli texta og mynda.
  • Reyndu að hafa nokkrar hreyfimyndir og tæknibrellur til að halda henni ferskri og grípandi.
  • Því styttri, því betra: forðastu of margar glærur.

Hvernig nota á kynninguna

  • Notaðu kynninguna þína á meðan á opnum viðburðum stendur og settu hana á vefsíðuna þína.
  • Þær geta verið prentaðar eða kynntar beint meðan á fundi eða ráðstefnu stendur.