Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Veggspjöld

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvernig má nota þetta?

Markmið veggspjalda er að beina einföldum og auðskildum skilaboðum til fólks. Þau ættu að bjóða upp á skýrt flæði upplýsinga frá upphafi til enda. Ef veggspjald inniheldur texta ætti hann að vera stuttur. Leturgerðin ætti að vera skýr. Veggspjöld búa oft yfir kraftmiklum og grípandi myndum.

Ávinningur

  • E veggspjöld eru vel hönnuð og áhugaverð geta þau verið mjög minnisstæð.
  • Þau ættu að hvetja og stuðla að því að fólk leiti sér frekari upplýsinga.

Takmarkanir

  • Eðli veggspjalds er að það er ekki flókið og ofhleður ekki markhópinn með upplýsingum:
    • Til dæmis, ef veggspjaldið auglýsir stóran viðburð mun það ekki innihalda nafn hvers fyrirlesara og allt efni sem fjallað er um.
    • Það er því mikilvægt að hlekkurinn á viðkomandi vefsíðu sé skýr á veggspjaldinu.

Hönnun veggspjalds og innihald

  • Veggspjaldið ætti að:
    • Endurspegla auðkenni herferðarinnar og ná athygli áhorfenda.
    • Ekki bara segja það sama og hitt skrifaða efnið á sjónrænu sniði.
    • Skila stuttum skýrum skilaboðum helst á aðlaðandi, snjöllum eða almennt sérstæðum hátt.
    • Vera skiljanlegt án munnlegra athugasemda.
  • Vörumerki fyrirtækisins/stofnunarinnar ætti að vera sýnilegt og það ætti að innihalda hlekk á vefsíðuna.
  • Ef það er að auglýsa viðburð er mikilvægt að láta fylgja:
    • Dagsetningu
    • Staðsetningu
    • Tíma
    • Þátttökugjald.