Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Græjur/gjafir

Hentar:

Samtök sem standa fyrir stærri herferðum og viðburðum.

Hvernig er hægt að nota þetta?

Nota má hluti eða gjafir sem kynningarefni til að draga athygli markhópsins þíns að herferðinni. Þetta geta verið merktir pennar, pokar, bolir, húfur, o.s.frv.

Ávinningur

  • Hlutir endast lengi og fólk geymir þá sem minjagripi.
  • Þeir minna markhópinn þinn á herferðina og samtökin þín.

Takmarkanir

  • Að framleiða græjur felur í sér kostnað. En þegar þær eru framleiddar í miklu magni eru þær venjulega ódýrari.

Að velja viðeigandi gjafir/græjur

  • Hugsaðu vandlega um skilaboðin þín og markhópinn þinn. Hvers konar gjöf passar við skilaboð og yfirbragð herferðar þinnar?
  • Vertu snjall og frumlegur. Ef herferð þín er að draga úr endurtekinni vöðvabólgu hjá skrifstofufólki, af hverju ekki að framleiða t.d. músarmottu sem minnir þá á að taka pásu eða sýnir nokkrar æfingar til að koma í veg fyrir slík meiðsli.

Vörumerkjaþróun

  • Fylgdu alltaf sjónrænu auðkenni herferðarinnar og hafðu lykilatriðin sýnileg:
    • Skilaboð/slagorð
    • Vörumerki
    • Vefsíða
  • Notaðu liti fyrirtækis þíns og prentfrágang í texta og myndefni. Þetta mun hjálpa til við að efla vitneskju um fyrirtækið þitt og undirstrika samræmi og fagmennsku þess.

Hversu marga hluti á að framleiða

Vertu raunsær um magnið sem þú líklega þarfnast og fjárhagsáætlanirnar í tengslum við það. Því stærri sem pöntunin er, því ódýrari verður einingarkostnaður þinn. En hugsaðu vel um hversu marga hluti þú líklega þarft.