Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Ljósmyndir

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvernig er hægt að nota þetta?

Nota má myndir í markaðsefni, á vefsíðum og til viðbótar við fréttatilkynningar og ritstjórnargreinar. Þær geta einnig sýnt herferðina þína og skilaboð hennar á myndrænu formi.

Ávinningur

  • Vandaðar ljósmyndir, sem teknar eru af fagmönnum, má endurnota í margvíslegum tilgangi.
  • Góðar ljósmyndir eru minnisstæðar, einkum á veggspjöldum.
  • Kraftmikið myndmál, sem er vel notað, getur styrkt skilaboð herferðarinnar þinnar svo um munar.

Takmarkanir

  • Ef þú ert ekki með þínar eigin myndir gætirðu þurft að kaupa þær, sem getur verið dýrt.

Myndaval

  • Gakktu úr skugga um að þú hafir viðeigandi myndaleyfi og réttindi til að nota myndina.
  • Gakktu úr skugga um að myndin sem þú velur styrki herferð þína og dragi ekki úr henni.
  • Gakktu úr skugga um að ljósmyndirnar séu í viðeigandi stærð og sniði. Ef þú vilt endurgera ljósmyndina í prentuðu efni eða í stórum auglýsingum, vertu viss um að nota viðeigandi myndupplausn og stærð.