Forgangssvið


Stafræn netvangsvinna

Stafræn netvangsvinna skapar ný tækifæri fyrir fyrirtæki og starfsmenn, til dæmis fyrir fólk sem gæti átt í erfiðleikum með að komast inn á hinn venjulega vinnumarkað. Í einföldu máli felur hún í sér vinnu sem veitt er í gegnum, á eða seld í gegnum netvang.

Algengasta viðskiptamódel slíkra verkvanga eru netvangar til að para saman framboð og eftirspurn á vinnuafli. Þeir bjóða oft upp á störf í greinum eins og flutningsgeiranum (sendlar og leigubílstjórar) og ræstitækni og húsvörslu (verða fyrir íðefnum og eru í mikilli áhættu á því að renna til, hrasa og detta). Starfsmönnum stafrænna netvanga er stjórnað af algrímum, sem úthluta vinnu, ákvarða laun og safna gögnum um starfsmennina sem nota má til að auka eftirlit.

Þar sem notendur stafrænna netvanga búa oft við óstöðluð vinnusambönd eru launþegar á stafrænum netvöngum í aukinni áhættu. Þeir eru einnig í verri samningsstöðu og hafa minni stjórn á vinnu sinni. Það er augljóst í senda-- og flutningageiranum, þar sem starfsmenn eru staðbundnir, með minni þjálfun og undir mikilli stjórn netvangsins.

Netvangastarfsmenn standa einnig frammi fyrir einangrun, miklu vinnuálagi, löngum vinnutíma og stafrænni vöktun og eftirliti sem getur leitt til mikillar streitu. En atvinnustaða þeirra takmarkar þó aðgang þeirra að vernd. Þar sem starfsmenn netvanga eru venjulega sjálfstætt starfandi starfsmenn bera þeir ábyrgð á eigin vinnuvernd. Netvöngum er ekki skylt að gera ráðstafanir til að auka vernd starfsmanna netvangsins.

Frekari upplýsingar um hvernig eigi að koma í veg fyrir eða lágmarka áhættu í tengslum við stafræna netvangavinnu.