Forgangssvið


Starfsmannastjórnun í gegnum gervigreind

Árangursríkir stjórnendur leitast við að tryggja framleiðni, hvetja starfsmenn áfram og skapa jákvætt andrúmsloft. Kerfi, sem byggja á og algrímum, geta hjálpað stjórnendum með sjálfvirkri stjórnun verkefni á vinnustöðum. Það getur tryggt ákjósanlegt vinnuskipulag fyrir bæði vinnuveitendur og starfsmenn. Til dæmis geta spáð fyrir um framtíðareftirspurn viðskiptavina þannig að hægt sé að skipuleggja vaktir sem uppfylla kröfur starfsmanna og koma í veg fyrir neikvæð áhrif af fáliðun. Einnig má nota til að úthluta starfsmönnum verkefnum út frá getu þeirra og færni.

Hins vegar þarf að hafa hliðsjón af nokkrum tegundum af sálfélagslegri áhættu. Algengasta kvörtunin er að starfsmenn finni fyrir minna sjálfstæði vegna þess að ákvarðanatökugeta þeirra er takmörkuð. Þeir halda að þeir hafi ekki lengur stjórn á störfum sínum. Auk þess finna þeir fyrir þrýstingi til að vinna hraða sem veldur vinnutengdri streitu, heilsufarsvandamálum og slysum.

Til að tryggja að gervigreindarbyggð starfsmannastjórnunarkerfi hafi jákvæð áhrif er mikilvægt að vinna samhliða starfsmönnum að því að byggja upp . Það byrjar á því að hafa samráð við starfsmenn og leyfa þeim að taka þátt í hönnun og framkvæmd algrímsstjórnunarkerfa. Gagnsæi er lykillinn.

Fá frekari upplýsingar um hvernig eigi að fá sem mest úr gervigreindarbyggðum stjórnunarkerfum í efni herferðarinnar.