Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Skilgreindu væntanlegan árangur

Samskipti eru áhrifaríkust þegar þau tengjast einhverju hagnýtu og áþreifanlegu.

Hugsaðu um hvernig þú gætir mælt árangur herferðar þinnar og fellt matskerfi inn í herferð þína áður en þú hleypir henni af stað.

Eigindlegt mat mælir skynjun almennings á herferð þinni. Það býður ekki upp á nákvæmar tölur en hjálpar þér að skilja áhrif herferðar þinnar, til dæmis ef viðhorfsbreyting hefur orðið hjá markhópnum þínum.

Eigindlegar ráðstafanir fela í sér:

  • kannanir á netinu eða í tölvupósti
  • viðtöl í gegnum síma
  • viðtöl á staðnum

Megindlegt mat mælir hversu langt herferðin þín nær og hversu sýnileg hún er.

Megindlegar mælingar eru auðveldari til framsetningar sem niðurstöður. Megindlegt mat getur mælt árangur með því að skoða:

  • útbreiðslu herferðar þinnar: hversu margir heyrðu skilaboðin þín?
  • sýnileika herferðar þinnar: hversu miklum sýnileika náðir þú í gegnum fjölmiðla? Hversu margar greinar, skýrslur o.s.frv., bjó herferðin þín til?
Define your expected results