Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvað er þetta?

Fréttapakki er upplýsingapakki sem þú tekur saman fyrir blaðamenn.

Ávinningur

  • Þú getur notað fréttapakka fyrir blaðamannafundi eða aðra viðburði, sem þú heldur, þar sem fjölmiðlar koma við sögu (fundi, viðskiptastefnur og sýnir, ráðstefnur, smiðjur o.s.frv.).

Takmarkanir

  • Það getur haft meiri kostnað í för með sér ef þú íhugar að undirbúa til dæmis mynddiska eða minnislykla.

Hlutir til að taka með

Upplýsingar fyrir fyrir fjölmiðla ættu að innihalda:

  • Fréttatilkynningu.
  • Bakgrunnsupplýsingablað um herferð þína.
  • Stuttar ævisögur og tilvitnanir ræðumanna og sendiherra verkefnisins (ef einhverjir eiga í hlut).
  • Mynddiskar eða minnislyklar með nokkrum myndum eða myndbandi um herferð þína.
  • Nafnspjald talsmanns herferðarinnar.
  • Þú getur ekki látið allar upplýsingar í herferðinni fylgja með en þú verður að láta lykilupplýsingar fylgja til að hjálpa blaðamanninum að skilja aðalmálin:
    • Reyndu alltaf að hafa nákvæm gögn og staðreyndir.
    • Reyndu að hafa með hagnýt dæmi eða dæmisögur.

Upplýsingarnar sem þú gefur ættu að vera uppfærðar, byggðar á staðreyndum, nákvæmar, yfirgripsmiklar og vel kynntar.

Pökkun á upplýsingum fyrir fjölmiðla

  • Best er að setja upplýsingar fyrir fjölmiðla í möppu sem gæti haft hefðbundið vörumerki fyrirtækisins eða gæti verið sérstaklega fyrir herferðina.
  • Þú gætir líka haft netútgáfu af upplýsingum fyrir fyrir fjölmiðla á heimasíðunni þinni, ef til vill staðsetta í fjölmiðlahlutanum.