Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Auglýsing sem lítur út eins og blaðagrein

Hentar:

Meðalstór yfir í stór samtök.

Hvað er þetta?

Greinarlíki er auglýsing, sem skrifuð er eins og hlutlæg grein, og birt í prentuðu riti. Oftast er það hannað til að líta út eins og alvöru og óháð blaðafrétt. Stór munur á milli ritstjórnargreinar og greinarlíkis er að viðskiptavinir fá venjulega að leggja samþykki sitt við greinarlíkið en það er lúxus sem venjulega er ekki í boði hjá ritstjórnargreinum.

Ávinningur

 • Fólk er oftast líklegra til að trúa frekar því sem það les um í blöðum. Ef þetta er ekki of áberandi (þ.e. að um „auglýsingu“ sé um að ræða) dregur fólk þá ályktun að um álit rits, sem það treystir, sé að ræða.
 • Til að óhlutdrægni sé ekki dregin í efa ættir þú að forðast undir öllum kringumstæðum að senda inn grein sem lítur alveg út eins og auglýsing.

Takmarkanir

 • Auglýsing sem lítur út eins og blaðagrein er tegund auglýsingar sem þýðir að þú þarft að borga fyrir hana.
 • Lesendur gætu verið efins um efnið ef þeir taka eftir því að það er auglýsing.
 • Kostnaðurinn fer eftir ritinu sem þú bókar.

Uppsetning

Auglýsingar geta verið:

 • Prentaðar og kynntar sem heill dagblaðshluti
 • Settar inn á sama hátt innan dagblaðs eins og dreifibréf verslunar og annað efni sem ekki er ekki frá ritstjórn.

Að setja auglýsinguna saman

 • Taktu mið af ritum sem eru sérhæfð og eru lykillinn að markhópnum þínum.
 • Fjárfestu í rithöfundinum þínum. Gakktu úr skugga um að þú hafir framúrskarandi rithöfund innanhúss sem er vanur að skrifa fyrir rit, eða semdu við undirverktaka og sendu grein þína til sjálfstæðis blaðamanns.

Að birta auglýsinguna

 • Þegar þú velur útgáfuna sem þú vilt láta setja greinina þína í, skaltu taka tillit til árstíma og líkurnar á að markhópur þinn muni lesa greinina.
 • Það er áhrifaríkast þegar fólk gerir sér ekki grein fyrir því að um er að ræða greidda auglýsingu. Til að koma í veg fyrir að vera komið óþægilega á óvart, skaltu athuga hvernig ritið mun koma til skila að þetta er ekki grein sem þeir hafa skrifað. Að hafa „auglýsingu“ skrifaða með stórum stöfum á greinina þína mun ekki gagnast þér, þannig að semdu um þetta fyrirfram.