Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Viðburðir tengslanets

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvað er þetta?

Fundir sem þessir laða að mikilvægt fólk sem getur haft margfeldisáhrif á dreifingu á boðskap herferðarinnar. Fundir til tengslaeflingar geta átt sér stað í upphafi herferðar (ef t.d. um er að ræða opnunarviðburð) eða í lok herferðar. Helsta markmið þeirra er að efla tengslamyndun og koma skilaboðunum þínum á framfæri.

Ávinningur

 • Frábært tækifæri til að koma helstu skilaboðum á framfæri við samstarfsaðila þína.
 • Þú getur átt persónuleg samskipti og svarað spurningum samstarfsaðila þinna á staðnum.

Takmarkanir

 • Skipulag getur verið tímafrekt (skipulagning inntaks, að bjóða viðskiptafélögum, undirbúa vettvanginn) og dýrt.

Skipulagning og uppbygging viðburðarins

 • Veldu tíma og stað.
 • Vertu viss um að bjóða öllum þátttakendum tímanlega:
  • Sendu „taktu daginn frá“ tilkynningu til að biðja þátttakendur um að halda deginum lausum í dagbókinni.
  • Fylgdu því síðan eftir með heildarboðskortinu.
 • Hugsaðu um inntakið:
  • Hvernig og hverju viltu miðla til viðskiptafélaga þinna?
  • Viltu skipuleggja fyrirlestur eða málstofu?
  • Búðu til dagskrána sem þú munt senda ásamt boðskortinu.
 • Settu fram markmið, stefnu og tól herferðarinnar.
 • Leyfðu viðskiptafélögum þínum að setja fram spurningar.