Verðlaun fyrir góða starfshætti
Hentar:
Meðalstór yfir í stór fyrirtæki.
Hvað er þetta?
Viðburður til að verðlauna fyrirtæki/ vinnuveitanda fyrir framúrskarandi framlag á einhverju sviði, t.d. vinnuvernd. Verðlaunin miða að því að sýna fram á í verki ávinning vinnuveitenda og launþega af því að fylgja góðum vinnuverndarvenjum. Með Verðlaununum fyrir góða starfshætti getur þú stuðla að góðum starfsvenjum á vinnustöðum og miðlað upplýsingum um góða starfshætti í landinu eða á svæðinu þínu.
Ávinningur
- Verðlaunin geta verið frábært verkfæri til að styðja við herferðina þína og helstu skilaboð hennar.
- Með Verðlaununum getur þú sýnt fram á góðar venjur sem vinnuveitendur eiga eftir að fylgja.
Takmarkanir
- Þess konar samkeppni krefst innri skuldbindingar frá stofnun: Að undirbúa valferli o.s.frv.
- Einnig gæti það verið kostnaðarsamt ef þú íhugar að bjóða upp á fjárhagslega umbun.
Skipuleggja verðlaunin
- Hugsaðu um hvernig skal ná til hugsanlegra þátttakenda: íhugaðu að senda bréfpóst
- Settu upp vefsíðu fyrir keppni
- Hugsaðu um nákvæmar forsendur sem þátttakendur þurfa að uppfylla til að vinna keppnina. Til dæmis gætir þú leitað að lausnum sem eru:
- Viðeigandi fyrir vinnuvernd
- Sýna fram á árangursríka framkvæmd og raunverulegar endurbætur
- Hugsanlega yfirfæranlegar á aðra vinnustaði
Dómnefnd
- Veldu dómnefndina sem metur hvort þátttakendur uppfylli skilyrði þín.
- Til að hvetja mögulega þátttakendur, reyndu bendla einstakling við sem er vel þekktur í heimi vinnuverndar. Þetta mun einnig upphefja keppnina þína.
Verðlaun og valferli
- Hugsaðu um verðlaunin og mögulegan virðisauka sem þátttakendur geta fengið (áhuga frá fjölmiðlum o.s.frv.)
- Undirbúa valferli: þú gætir rekið undirsíðu sem tileinkuð er verðlaunum fyrir góða starfshætti þar sem þú getur veitt þátttakendum umsóknareyðublað
- Gakktu úr skugga um að reglurnar séu skýrar og nákvæmar og öll umsóknareyðublöð skiljanleg
- Ef þú býst við miklum fjölda þátttakenda skaltu íhuga að skipta valferlinu í tvö stig:
- Forval
- Lokaval
Tímasetning
Hvað varðar tímalínur, þá skaltu skipuleggja keppnina um leið og herferðina
Kynning
Stuðlaðu að þátttöku fjölmiðla: það mun gagnast bæði þér og sigurfyrirtækinu.