Kortlagning auðlindanna þinna
Herferðir þurfa óhjákvæmilega tíma og peninga. Ertu með nóg af báðum þessum til gera málunum sem þú vilt kynna góð skil?
Árangursrík herferð þýðir að nýta sem mest af þeim úrræðum sem til staðar eru. Þetta gæti falið í sér:
- mögulega viðskiptafélaga og „bandamenn“
- fjárhagslegar leiðir (fjárhagsáætlun)
- núverandi dreifingar-/samskiptatæki
- tiltækar innri auðlindir.
Hugsaðu vandlega um þær auðlindir sem þú hefur þegar til ráðstöfunar og hvernig þú getur best nýtt þær í herferð þinni. Að sjálfsögðu mun fjárhagsáætlunin sem stendur til boða einnig ákvarða stærð og umfang herferðar þinnar.