Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Undirskrift tölvupósts

Hentar:

Öllum gerðum samtaka.

Hvað er þetta?

Rafræn undirskrift í lok tölvupósta.

Ávinningur

  • Tölvupóstsundirskrift er eins og nafnspjald. Stundum er hún fyrstu sjónrænu upplýsingarnar um fyrirtækið þitt sem viðtakandinn sér.
  • Ef hún er grípandi hvetur hún fólk til að skoða vefsíðuna þína.

Takmarkanir

  • Það birta ekki öll tölvupóstforrit myndefni í tölvupósti, sérstaklega ef viðtakandinn er til dæmis að skoða tölvupóstinn í snjallsíma.

Hvað á að setja í undirskrift tölvupóstsins þíns

  • Undirskrift tölvupóstsins ætti að veita viðtakendum allar tengiliðaupplýsingar sem þeir þurfa:
    • Nafn og eftirnafn
    • Staða
    • Nafn fyrirtækisins
    • Netfang og veffang
    • Sími/faxnúmer
    • Heimilisfang fyrirtækisins.
  • Á meðan á herferð stendur er gagnlegt að bæta við upplýsingum um herferðina þína, til dæmis litla mynd eða netborða um herferðina við hliðina á undirskriftinni til að tilkynna öllum viðtakendum tölvupóstsins um herferðina.

Uppsetning

Gakktu úr skugga um að undirskriftin sé skýr og að herferðin sé auðþekkjanleg í fljótu bragði. Alveg eins og nafnspjald; því einfaldara, því betra.