Leiðarvísir fyrir kynningarherferðina

Auglýsingar á netinu

Hentar:

Meðalstór yfir í stór samtök.

Hvað er þetta?

Auglýsingar á netinu ná yfir fjölbreytt verkfæri, t.d. vefsíður, vefborða, sprettiborða, auglýsingar á samfélagsmiðlum, fréttabréf, „virals“ og myndskeið sem birt eru á netinu. Fjallað er um flestar þeirra annars staðar í verkfærakassanum.

Ávinningur

  • Auglýsingar á netinu eru nú þær gerðir auglýsinga sem eru hvað vinsælastar og í mestri þróun.
  • Þær bjóða þér upp á fjölbreytta kosti. Sumar þeirra eru þér að kostnaðarlausu (t.d. samfélagsmiðlar).

Takmarkanir

  • Ef þú velur flóknari auglýsingar á netinu getur þú hækkað kostnað við herferð.
  • Ef þú íhugar að undirbúa auglýsingar á netinu (sérstaklega gagnvirkar auglýsingar sem spretta upp), þá skaltu biðja fagfólk um aðstoð.
  • Hafðu í huga þær reglur sem gilda um utandyra- og prent auglýsingar.

Að setja upp auglýsinguna þína

  • Vertu hnitmiðaður.
  • Notaðu áberandi myndir og slagorð.
  • Ekki gleyma vörumerkinu þínu.

Fylgstu með velgengni þess

Notaðu tölfræðilegar lausnir, til dæmis Google Analytics eða Matomo, til að rekja fjölda og hegðun auglýsingagesta þinna.