13/02/2025
Skoðaðu þá sem komust í úrslit og keppa um verðlaun fyrir góða starfshætti undir heitinu „Farsæl framtíð í vinnuvernd“
Image
© EU-OSHA
16. útgáfa verðlaunanna fyrir góða starfshætti á vinnustöðum veitir viðurkenningu á stofnunum sem leggja sitt af mörkum til vinnuverndar sem tengist stafrænni væðingu. Tengiliðir EU-OSHA hafa valið 34 innlend dæmi til að komast áfram á lokastig Evrópukeppninnar.
Þessi verkefni sýna nýstárlegar stafrænar lausnir, allt frá gervigreindarknúnum öryggisverkfærum til forrita sem stuðla að virkum hléum í blendingsvinnu. Alþjóðleg þríhliða dómnefnd mun meta þessa starfshætti og verða sigurvegarar kynntir í vor.
Skoðaðu verkefnin í lokakeppninni