Útgefið efni


Samantekt - Framtíð landbúnaðar og skógarhöggs: vandamál við vinnuverndarstjórnun

Vinnuverndarhættur í landbúnaði og skógarhöggi í Evrópu ógna hagkvæmni til langs tíma litið. Þetta rit skoðar þær vinnuverndaráskoranir sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir.

Það skoðar ný og nýframkomin tækifæri og áhættu — til dæmis af völdum tilkomu snjalltækni í landbúnaði og loftslagsbreytinga — og áhrifum á vinnuvernd. Það skoðar einnig áhrif á samfélög og hagkerfi og þá erfiðleika sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir við stjórnun á vinnuvernd og aðlögun að samfélagslegum þrýstingi og þróun á vinnumarkaði.

Niðurstöðurnar undirstrika þörfina á því að taka á oft á tíðum óhefðbundnum ráðningarsamböndum í geiranum og skortinum á gagnsæjum og traustum tilkynningum um slys og veikindi. Að lokum eru fjölmargar tillögur gerðar til úrbóta á þeim vandamálum, sem komu í ljós, og til að tryggja sjálfbærni atvinnugreinarinnar.

Download pdf icon in: