Portúgal: Stafræn kerfi fyrir vinnuverndareftirlit, forvarnir og viðvörun í úrgangsstjórnun
Starfsmenn sem fást við meðhöndlun fasts úrgangs vinna oft einangraðir eða í hávaðasamri aðstöðu við færiböndin. Ef starfsmaður slasast, dettur eða missir meðvitund getur seinkun á neyðarviðbrögðum haft alvarlegar afleiðingar. Af þessum sökum hefur Amarsul, úrgangsstjórnunarfyrirtæki í Portúgal, fjárfest í stafrænni tækni sem fylgist með öryggi og heilsu starfsmanna sinna. Til dæmis geta tæki sem starfsmenn bera á sér tafarlaust varað öryggisverði við og sent læknisaðstoð þegar starfsmaður er ófær um að hreyfa sig, og sjálfvirk læsingarkerfi fyrir færibönd kemur í veg fyrir alvarleg atvik í mannvirkjum.
Amarsul er eitt af sigurdæmunum í 16. keppninni um góða starfshætti Vinnuvernd er allra hagur, sem viðurkennir árangursríkar forvarnir og stjórnun áhættu sem tengist stafrænni væðingu á vinnustaðnum.