Vitsmunasjálfvæðing: áhrif, áhætta og tækifæri á sviði vinnuverndar
Aukin notkun gervigreindar leiðir til sífellt fleiri breytinga á stöfum og verkefnum. Þó gervigreindarkerfi á vinnustöðum bjóði upp á margvíslegan ávinning eru vaxandi umræður um áhrif þeirra á vinnuvernd. Einkum hefur sjálfvæðing (eða hálfsjálfvæðing) vitsmunaverka skapað áhyggjur um sálfélagslega velferð launþega sem stefnumótandi aðilar verða að taka á.
Þetta stefnuyfirlit fjallar bæði um áhættu og tækifæri af völdum gervigreindarkerfa á vinnustöðum og beinir sjónum sérstaklega að áhrifum þeirra á tiltekin störf og atvinnugreinar. Það leggur einnig áherslu á helstu þá áhættu, sem stefnumótendur verða að taka á, með því að skoða vinnulöggjöf og reglur um gagnavernd.
Stefnuyfirlitinu lýkur með tilmælum um vernd launþega með því að lágmarka vinnuverndaráhættu við sjálfvæðingu verka.