24/06/2022
Aukning á gervigreindarkerfum fyrir starfsmannastjórnun: hvaða þýðingu hafa þau fyrir vinnuvernd?
Vector created by fullvector - freepik
Sífellt fleiri fyrirtæki hafa innleitt kerfi fyrir starfsmannahald sem byggja á til að auka skilvirkni og afköst eða til að bera kennsl á vinnuverndarhættur. Þar á meðal kerfi til að fylgjast með afköstum og áhuga starfsmanna eða kerfi fyrir sjálfvirkar bókanir og úthlutun á verkefnum.
Ný skýrsla fjallar um helstu einkenni þessarar nýju gerðar á starfsmannastjórnun, kortleggur útbreiðslu hennar í Evrópu, skoðar afleiðingar slíkrar notkunar á starfsmenn og greinir hvaða reglur gilda um slíka notkun. Hún inniheldur einnig tilmæli um þróun og notkun á mannmiðuðum kerfum á vinnustöðum. Væntanleg fylgiskýrsla mun beina sjónum sínum að þeim vandamálum sem fylgja notkun slíkra starfsmannastjórnunarkerfa, á vinnuvernd.
Lesa skýrsluna og samantektina Gervigreind við starfsmannastjórnun: yfirlit
Skoða stefnuyfirlitin Gervigreind við starfsmannastjórnun: kortlagning á skilgreiningum, notkun og áhrifum og Gervigreind fyrir starfsmannastjórnun: núgildandi reglur og reglur framtíðarinnar
Skoða önnur rit um nýjar leiðir við starfsmannastjórnun
Meira um verkefnið Stafræn væðing vinnu