Fréttir


10/03/2022

Stafrænir verkvangar skapa nýjar áskoranir á sviði vinnuverndarmála fyrir mismunandi vinnu

Image

Photo by Valentina Giarre on Unsplash

Fjórar nýjar tilvikarannsóknir kortleggja áhættu og áskoranir á sviði vinnuverndarmála hjá starfsmönnum stafrænna verkvanga sem sinna sendlaþjónustu, viðgerðum, eftirliti með efni á netinu eða forritun í fjarvinnu. Flestar hætturnar einskorðast við viðkomandi verkvangavinnu og eru allt frá lyftingum á þungum hlutum og vinnu í skringilegum stellingum yfir í hrakyrði, einelti og áreitni auk þess sem langur vinnutími og starfsóvissa er algeng hjá sumum störfum.

Tilvikin fjalla einnig um áhrifin á launþega, skoða verklag og aðgerðir stafrænna verkvanga og ræða um þörfina á forvörnum og vinnuverndarstjórnun.

Skoða allar fjórar tilvikarannsóknir

Lesa allt stefnuyfirlitið Vinnuvernd í stafrænu vettvangsstarfi: lærdómur af reglugerðum, stefnum, aðgerðum og frumkvæði

Lesa skýrsluna Digital platform work and occupational safety and health: a review (Stafrænir verkvangar og vinnuvernd: yfirlit)