Fréttir


04/01/2023

Geta stafræn vöktunarkerfi endurskilgreint öryggi og heilbrigði launþega?

Image

© Ivan Samkov on Pexels

Innleiðing stafrænna vöktunarkerfa á sviði vinnuverndar eins og appa, myndavéla og íklæðitækja getur aukið öryggi vinnustaða. Hvort sem markmiðið er fyrirbyggjandi (forvarnir) eða til að bregðast við vandamálum (draga úr vandamálum) byggir árangur þeirra oft á nákvæmni upplýsinganna sem þau safna og greina. Það er jafnmikilvægt að veita vinnuveitendum og launþegum nauðsynlegar upplýsingar til að leggja mat á kosti og galla og stuðla að góðri innleiðingu.

Tvær nýjar skýrslur fjalla um áskoranir og tækifæri stafrænna snjallvöktunarkerfa fyrir vinnuvernd. Ein skýrslan fjallar um gerðir, tilgang og notkun stafrænna vöktunarkerfa. Sú seinni fjallar um dæmi um góðar starfsvenjur til að innleiða nýju vöktunarkerfin með árangursríkum hætti á vinnustöðum.

Skoða skýrslurnar og samantektirnar:

Stafræn snjallvöktunarkerfi fyrir vinnuvernd: notkun og áskoranir

Stafræn snjallvöktunarkerfi fyrir vinnuvernd: úrræði fyrir hönnun, innleiðingu og notkun á vinnustöðum

Frekari upplýsingar á síðunni Stafræn væðing vinnustaða