Fréttir


10/06/2022

Sjálfvæðing vitsmunaverka: þetta segja nýjustu rannsóknir okkar um áhrifin á vinnuvernd

Image

Photo by Marília Castelli on Unsplash

Ný skýrsla fjallar um vinnuverndaráskoranir og -tækifæri í tengslum við sjálfvæðingu vitsmunaverka eins og aðstoð við ákvarðanatöku, gagnavinnslu, aðstoð við nám og kennslu eða tungumála- og textavinnslu með gervigreindarkerfum.

Hvernig geta gervigreindarkerfi gert vinnu okkar skilvirkari og dregið úr vitsmunalegu álagi? Hvernig hafa breytingar og samskipti við kerfin áhrif á launþega?

Þessi skýrsla, sem byggir á flokkunarfræði kerfa fyrir sjálfvæðingu verka en hún var búin til í fyrra riti EU-OSHA, leggur mat á núverandi stöðu rannsókna á áhrifum sjálfvæðingar vitsmunaverka og áhrifin á tiltekin störf, iðju, atvinnugreinar og vinnuvernd.

Með skýrslunni fylgja tvö stefnuyfirlit. Hið fyrsta sýnir helstu áhættu og tækifæri fyrir vinnuvernd sem taka ætti mið af og veitir tilmæli til að standa vörð um launþega. Hið síðara kynnir „gervigreindarlög“ framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og skoðar mismunandi frumkvæði aðildarríkjanna.

Fáðu frekari upplýsingar um áhrifin á vinnuvernd í skýrslunni og samantektinni Vitsmunasjálfvæðing: áhrifin á vinnuvernd

Skoðaðu stefnuyfirlitið Vitsmunasjálfvæðing: áhrif, áhætta og tækifæri á sviði vinnuverndar

Lestu stefnuyfirlitið um Vitsmunasjálfvæðingu: hvað er Evrópusambandið og aðildarríkin að gera til að standa vörð um launþega?

Frekari upplýsingar um verkefnið í þemavefhlutanum Stafræn væðing atvinnu